„Samstarf þessara tveggja hljómsveita á upphaf sitt í því að ég kynntist banjóleikaranum Hank Smith frá Norður-Karólínu fyrir nokkrum árum. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og ferðaðist eitt sinn um landið og hélt sólótónleika á banjó
Í Bandaríkjunum Báðar hljómsveitirnar saman. F.v. Billie Feather, Hank Smith, Sigmar Þór Matthíasson, Harpa Þorvaldsdóttir, Pattie Hopkins Kinlaw, Steven Martinez, Guðmundur Atli Pétursson, Jóhann Ingi Benediktsson.
Í Bandaríkjunum Báðar hljómsveitirnar saman. F.v. Billie Feather, Hank Smith, Sigmar Þór Matthíasson, Harpa Þorvaldsdóttir, Pattie Hopkins Kinlaw, Steven Martinez, Guðmundur Atli Pétursson, Jóhann Ingi Benediktsson. — Ljósmynd/Rich Levine

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

„Samstarf þessara tveggja hljómsveita á upphaf sitt í því að ég kynntist banjóleikaranum Hank Smith frá Norður-Karólínu fyrir nokkrum árum. Hann hefur komið nokkrum sinnum til Íslands og ferðaðist eitt sinn um landið og hélt sólótónleika á banjó. Við í Brek höfum haldið góðu sambandi við hann og hans hljómsveit,“ segir Guðmundur Atli Pétursson í hljómsveitinni Brek sem leggur upp í sumartónleikaferðalag í dag ásamt bandarísku vinahljómsveitinni Hank, Pattie & the Current. Haldnir verða sex tónleikar víðs vegar um landið og endað í Iðnó í Reykjavík.

„Í fyrra fórum við í Brek ásamt íslensku hljómsveitinni Lón til Bandaríkjanna og spiluðum á ráðstefnu í Kansas City, sem heitir Folk Alliance International. Eftir ráðstefnuna fórum við

...