Sumarið á vesturhelmingi landsins virðist ætla að fara í sögubækurnar sem rigningarsumarið mikla. Þar sem ekki hefur viðrað vel til útiveru að ráði undanfarið er gott að geta dundað sér innandyra við sjónvarpsgláp sem flóttaleið frá gráum hversdagsleikanum
Vettvangur glæps Tjaldsvæðið í Appojaure.
Vettvangur glæps Tjaldsvæðið í Appojaure.

Sigríður Helga Sverrisdóttir

Sumarið á vesturhelmingi landsins virðist ætla að fara í sögubækurnar sem rigningarsumarið mikla. Þar sem ekki hefur viðrað vel til útiveru að ráði undanfarið er gott að geta dundað sér innandyra við sjónvarpsgláp sem flóttaleið frá gráum hversdagsleikanum.

Eitt af því sem sjaldan klikkar er áhugaverðir þættir um morðmál, ekki síst ef þau eru óupplýst. Það vill svo til að RÚV er einmitt að sýna þætti um margslungið morðmál sem átti sér stað á tjaldsvæði við Appojaure-vatn í Norður-Svíþjóð sumarið 1984. Ungt hollenskt par var myrt þar sofandi í tjaldi sínu. Morðin þóttu sérlega hrottaleg og málið skók Svíþjóð í mörg ár á eftir. Þrátt fyrir að um þúsund manns hafi verið yfirheyrðir, nokkrir grunaðir um tíma, og að lokum einn stigið fram og játað á sig morðin, þá fundust aldrei

...