Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur gert samning við bandaríska félagið Tampa Bay Sun en félagið var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Lið félagsins er á leiðinni í sitt fyrsta tímabil í nýrri USL-deild, sem inniheldur átta félög og er …
Flórída Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir flytur til Flórída.
Flórída Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir flytur til Flórída. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Knattspyrnukonan Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir hefur gert samning við bandaríska félagið Tampa Bay Sun en félagið var stofnað fyrir rúmu ári síðan. Lið félagsins er á leiðinni í sitt fyrsta tímabil í nýrri USL-deild, sem inniheldur átta félög og er ekki hluti af NWSL-deildinni þar sem sterkustu lið Bandaríkjanna spila. Andrea lék ellefu leiki með FH á tímabilinu. Hún hefur leikið með Breiðabliki og FH hér á landi sem og Le Havre í Frakklandi, Houston Dash í Bandaríkjunum og Mazatlán og América í Mexíkó.