Atkvæðamikill Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu.
Atkvæðamikill Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu. — Ljósmynd/FIBA

Ísland mátti þola tap, 98:68, gegn Slóveníu í þriðja leik sínum í A-deild Evrópumóts U20 ára landsliða karla í körfubolta í Gdynia í Póllandi í gær. Almar Orri Atlason var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. Ágúst Goði Kjartansson, Tómas Valur Þrastarson, Elías Bjarki Pálsson og Friðrik Leo Curtis komu jafnir þar á eftir með tíu stig hver. Ísland tapaði fyrir Litháen í fyrsta leik, 93:63, en svaraði með sigri á Svartfjallalandi í öðrum leik, 71:53. Ísland mætir Belgíu í 16-liða úrslitum á morgun.