Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hefur borið árangur í baráttu við aukna verðbólgu. Að sama skapi þarf Seðlabankinn þó að huga vel að því að lækka vexti aftur samhliða því sem verðbólgan lækkar
Ríkisfjármál Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Ríkisfjármál Sigurður Ingi Jóhannsson er fjármála- og efnahagsráðherra. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Gísli Freyr Valdórsson

gislifreyr@mbl.is

Ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans hefur borið árangur í baráttu við aukna verðbólgu. Að sama skapi þarf Seðlabankinn þó að huga vel að því að lækka vexti aftur samhliða því sem verðbólgan lækkar.

Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) um íslenskt efnahagslíf, sem birt var síðdegis í gær. Sjóðurinn gerir reglubundnar úttektir á efnahagslífi aðildarlanda sinna en sendinefnd frá sjóðnum var hér á landi í maí síðastliðnum til viðræðna við íslensk stjórnvöld og aðra hagaðila.

Telja að verðbólgumarkmið náist í byrjun árs 2026

Í skýrslu AGS kemur fram að búast megi við kólnun í hagkerfinu á þessu ári en að samhliða því standi vonir til þess að verðbólga lækki undir lok árs

...