Það gerðist snemma að Matthías Matthíasson smitaðist rækilega af bílveiki: „Ég ólst upp á Dalvík innan um náunga sem höfðu gaman af bandarískum vöðvabílum (e. muscle cars) sem þeir dunduðu sér við að breyta og bæta
<strong>Matthías keypti sér forláta Rivian-rafjeppa en guggnaði á því að flytja hann til landsins.</strong>
Matthías keypti sér forláta Rivian-rafjeppa en guggnaði á því að flytja hann til landsins. — Morgunblaðið/Eyþór

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Það gerðist snemma að Matthías Matthíasson smitaðist rækilega af bílveiki: „Ég ólst upp á Dalvík innan um náunga sem höfðu gaman af bandarískum vöðvabílum (e. muscle cars) sem þeir dunduðu sér við að breyta og bæta. Ég fékk að hanga í bílskúrunum þeirra og fylgdist með af miklum áhuga þegar þeir kepptu sín á milli,“ segir hann.

Matthías stígur á svið með Magna Ásgeirssyni í Bæjarbíói næstkomandi föstudag og munu þeir bera á borð margar stærstu perlur rokksögunnar, með aðstoð einvalaliðs hljóðfæraleikara.

Var bílveikin svo sterk hjá Matthíasi að hann hafði eignast tvo bíla áður en hann fékk bílprófið og stalst til að aka þeim þar sem enginn sá til. Það þykir afrek út af fyrir sig ef unglingur getur skrapað saman fyrir einum bíl en

...