Amanda Andradóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Hollandsmeistara Twente eftir að hafa leikið með Val frá júlí 2023. Amanda hefur samið við félagið til tveggja ára og mætir líklega Val strax í september en miklar líkur eru á…
Twente Amanda Andradóttir er komin í hollensku úrvalsdeildina.
Twente Amanda Andradóttir er komin í hollensku úrvalsdeildina. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Amanda Andradóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Hollandsmeistara Twente eftir að hafa leikið með Val frá júlí 2023. Amanda hefur samið við félagið til tveggja ára og mætir líklega Val strax í september en miklar líkur eru á að Twente og Valur leiki til úrslita í sínum riðli í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Amanda hefur verið einn af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar það sem af er þessu tímabili og skorað sjö mörk fyrir Val.