Ný vísitala íbúðaverðs mældist 106,4 stig í júní og hækkaði um 1,4% á milli mánaða, sem er sama hækkun og var í maímánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar. Þar kemur fram að raunverðhækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli hafi numið 3,1% í…
Íbúðarverð hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum um 9,1% sem sé vel umfram verðbólgu samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar.
Íbúðarverð hefur hækkað á síðustu tólf mánuðum um 9,1% sem sé vel umfram verðbólgu samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Ný vísitala íbúðaverðs mældist 106,4 stig í júní og hækkaði um 1,4% á milli mánaða, sem er sama hækkun og var í maímánuði, samkvæmt nýbirtum tölum Hagstofunnar.

Þar kemur fram að raunverðhækkun vísitölu íbúðaverðs á ársgrundvelli hafi numið 3,1% í júní, en til samanburðar hækkaði íbúðaverð um 2% að raunvirði í maí og 0,3% í apríl. Á síðustu tólf mánuðum hefur íbúðaverð hækkað um 9,1% sem er rúmlega 3% yfir verðbólgu.

Raunhækkun íbúðaverðs mun vera drifin af verðhækkunum á landinu öllu og íbúðaverð hækkaði umfram verðbólgu bæði á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni.