Ísland ætti að geta náð samkeppnisforskoti við framleiðslu eldsneytis til stórflutninga ef orkumálum verður hagað með skynsamlegri hætti en verið hefur á síðastliðnum árum. Það eina sem vantar hér á landi er meiri koltvísýringur...

Orkumál

Þórður Gunnarsson

Hagfræðingur

Koltvísýringur er líklegast sú gastegund sem oftast er nefnd í dægurmálaumræðu síðastliðinna ára og áratuga. Jafnvel oftar en súrefni, sem skiptir þó öllu meira máli fyrir líf þeirra einstaklinga á jörðinni sem ekki nota ljóstillífun til að tóra. Hækkandi koltvísýringsmagn hefur haft áhrif á veðurfar jarðar og hefur alltaf gert (á síðastliðnum 100 árum hefur hlutfall koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hækkað úr 0,03% í 0,04%). Stórbýlið Brattahlíð á Suður-Grænlandi hefði ekki risið fyrir tilstilli Eiríks rauða, nema því að þá var jökullinn nokkrum kílómetrum innar í firðinum en hann er í dag – og veðurfar talsvert mildara. Enda var þá loftslag jarðar miklu hlýrra en það er í dag og var það hundruðum milljónum ára þar á undan. Allt er breytingum

...