Framhaldið hjá íslenska liðinu er ansi spennandi, en leikurinn í gær var síðasti mótsleikur ársins. EM-sætið er tryggt og sleppur íslenska liðið því við umspilsleiki í haust. Þess í stað spilar Ísland væntanlega vináttuleiki við sterkar þjóðir sem einnig hafa tryggt sér sæti á lokamótinu.

Dregið er í riðla fyrir lokamót EM í Sviss 16. desember og verður íslenska liðið, samkvæmt því sem Morgunblaðið kemst næst, í öðrum styrkleikaflokki. Sviss, Spánn, Frakkland og Þýskaland verða í efsta styrkleikaflokki og verður Ísland þá í riðli með einni af þeim þjóðum.

Ítalía, Danmörk og England eru með Íslandi í öðrum styrkleikaflokki og geta þau því ekki verið saman í riðli. Holland er eina liðið sem er komið áfram sem verður í þriðja styrkleikaflokki.

Góð undankeppni í

...