Bjartmar Steinn segist alla tíð hafa haft mikla ánægju af verklegri vinnu og framkvæmdum þrátt fyrir bóknámið sem hann sótti. Hann segist fá útrás heima fyrir vegna þess áhuga og drullugallinn sé sinn uppáhaldsfatnaður eftir vinnu
Bjartmar Steinn Guðjónsson starfaði áður hjá Samtökum iðnaðarins en var nýlega ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar
Bjartmar Steinn Guðjónsson starfaði áður hjá Samtökum iðnaðarins en var nýlega ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Bjartmar Steinn segist alla tíð hafa haft mikla ánægju af verklegri vinnu og framkvæmdum þrátt fyrir bóknámið sem hann sótti. Hann segist fá útrás heima fyrir vegna þess áhuga og drullugallinn sé sinn uppáhaldsfatnaður eftir vinnu. Hann var nýlega ráðinn aðstoðarframkvæmdastjóri Malbikstöðvarinnar og lítur björtum og spenntum augum til komandi ára.

Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin?

Markaður mannvirkjagerðar og innviðauppbyggingar er sérstakur eins og sakir standa, þar sem mikill vilji verkkaupa og þeirra baklands hefur verið til verka og loforð þar um sem hins vegar hafa ekki raungerst og ekki er unnt að sjá að svo verði á þessu ári. Það eru þó blikur á lofti þar sem vonir standa til aukinnar fjárfestingar í innviðum á komandi misserum en það er algjört lykilatriði fyrir alla aðila á þessum markaði, ekki

...