Jóhanna Helga Oliversdóttir húsmóðir fæddist 2. júní 1945 í Ólafsvík. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala 5. júlí 2024 umkringd fjölskyldu.

Jóhanna var annað barn hjónanna Helgu Rósu Ingvarsdóttur, f. 2. júní 1915, d. 3. febrúar 1996, og Olivers Kristjánssonar, f. 10. júní 1913, d. 17. apríl 2005. Systkini hennar eru þau Anna Elísabet, f. 1941, Hjördís, f. 1947, Jón Þorbergur, f. 1953, og Guðmunda, f. 1955.

Hún ólst upp á Lækjarbakka í Ólafsvík og síðar Vallholti 3 og bjó þar allt þar til hún flutti til Reykjavíkur snemma á áttunda áratugnum. Hún fór í Kvennaskólann á Blönduósi veturinn '63-64. Í Ólafsvík vann hún lengst af við ýmis störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur en eftir flutninginn til Reykjavíkur vann hún í Söludeild Sláturfélags Suðurlands.

Jóhanna giftist Magnúsi

...