Eyjólfur Guðmundsson bifvélavirkjameistari fæddist í Reykjavík 21. október 1944. Hann lést í Borgarfirði í faðmi fjölskyldunnar þann 7. júlí 2024.

Hann var sonur hjónanna Guðbjargar Guðlaugsdóttur húsfreyju frá Efra-Hofi í Garði, f. 12.1. 1927, d. 10.1. 1990, og Guðmundar Eyjólfssonar smiðs frá Hrauni í Ölfusi, f. 21.11. 1919, d. 24.2. 2005. Eyjólfur var elstur sjö barna þeirra hjóna, næstelstur var Hörður en hann lést árið 2013. Í aldursröð koma síðan Sigrún, Þórunn, Guðveig Nanna, Guðlaugur Björn og Sigurjón.

Eftirlifandi eiginkona Eyjólfs er Eygló Úlfhildur Ebenesersdóttir, f. 7.10. 1945. Þau eignuðust fjögur börn: 1) Guðbjörg, f. 1961, gift Óskari Sævarssyni, börn þeirra eru: Sævar Hjalti, giftur Bjarneyju Steinunni Einarsdóttur, og eiga þau Emilíu Ósk og Einar Breka. Ebba Jóna, gift Agli Lynn Thomas, og eiga þau Evu Lynn, fyrir átti

...