Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, er gestur Dagamála í dag.
Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri SFF, er gestur Dagamála í dag. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Rúmlega helmingur af þeim reglum sem settar eru um íslenskan fjármálamarkað er gullhúðaður með einum eða öðrum hætti.

Þetta segir Heiðrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu (SFF), í nýjum þætti Dagmála sem sýndur er á mbl.is í dag.

Í þættinum fjallar Heiðrún meðal annars um regluverkið, sem hún segir að verði sífellt flóknara og erfiðara að fylgja eftir. Það eigi þó ekki bara við hér á landi, heldur hafi evrópsku bankasamtökin nú í okkur ár gagnrýnt það mikla regluverk sem búið er og verið er að setja um fjármálamarkaði.

Heiðrún vekur þó athygli á fyrrnefndri gullhúðun. Það er hugtak sem notað er þegar íslensk stjórnvöld setja, við innleiðingu á evrópsku regluverki í lög hér landi, sérstakar og sér-íslenskar reglur samhliða og ganga þannig lengra en evrópska

...