Valur Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki á Hlíðarenda.
Valur Tryggvi Hrafn Haraldsson fagnar marki á Hlíðarenda. — Morgunblaðið/Eggert

Tryggvi Hrafn Haraldsson, sóknarmaður úr Val, var besti leikmaður 14. umferðar Bestu deildar karla í fótbolta að mati Morgunblaðsins.

Nú þarf að rifja aðeins upp því leikur Vals og Stjörnunnar var leikinn fyrir nokkrum vikum, 30. maí, vegna Evrópuleikja liðanna í þessari viku. En þar átti Tryggvi stórgóðan leik, skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Vals í stórsigri, 5:1, og fékk tvö M fyrir frammistöðu sína.

Þann dag fór einnig leikur Breiðabliks og Víkings fram og endaði 1:1 en hinir fjórir leikirnir fóru fram núna í kringum helgina.

Tryggvi er 27 ára gamall Skagamaður, sonur landsliðsfólksins Haralds Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur og bróðir Hákonar Arnars, landsliðsmanns hjá Lille í Frakklandi. Hann komst fyrir skömmu í hóp þeirra leikmanna sem

...