Kristrún Frostadóttir mun vonandi ekki hækka skatta á millistéttina eins og gert var í tíð vinstri stjórnarinnar sem sat á árunum 2009-2013.
Kristrún Frostadóttir mun vonandi ekki hækka skatta á millistéttina eins og gert var í tíð vinstri stjórnarinnar sem sat á árunum 2009-2013. — Morgunblaðið/Arnþór Birkisson

Nýbirtar tölur Hagstofunnar um heildartekjur landsmanna eru að mörgu leyti áhugaverðar. Fyrir það fyrsta gefa þær sterklega til kynna, sem svo ítrekað hefur verið fjallað um, að meðaltekjur í landinu eru almennt háar. Það er vissulega ánægjulegt fyrir launþega, en öllu erfiðara fyrir atvinnurekendur. Það ber þó að hafa í huga að laun og kaupmáttur fara ekki alltaf saman, þ.e. há laun fela ekki endilega í sér aukinn kaupmátt.

Að sama skapi er þó ánægjulegt að sjá hversu miklar heildartekjurnar eru á landsbyggðinni. Eins og fram kom í umfjöllun Morgunblaðsins í gær eru mestu heildartekjurnar í Vestmannaeyjum, þar á eftir í Garðabæ og á Seltjarnarnesi og síðan í Fjarðabyggð, Snæfellsbæ og Stykkishólmi. Í þessum fjórum sveitarfélögum á landsbyggðinni má draga þær ályktanir að öflugur sjávarútvegur hafi þar mikið að segja um tekjuöflun, sem er ánægjulegt. Hátekjufólk í sjávarútvegi sem enn á börn getur síðan notið

...