Hetjan Sveindís Jane Jónsdóttir var kát með sigurinn í gær en ekkert sérstaklega sátt við frammistöðuna, þrátt fyrir verðskuldaðan sigur á útivelli.

„Það er gaman að vinna en mér fannst við geta gert betur. Við skoðum þennan leik og bætum það sem þarf að bæta. Sex stig úr þessum glugga er frábært,“ sagði Sveindís við RÚV eftir leik.

Hún skoraði markið eftir einstaklingsframtak, vann boltann af varnarmanni Pólverja á miðjum vellinum, tók á rás og skilaði boltanum í netið. „Ég sá að hún var svolítið hæg á boltanum og ég náði að pota í hann með löngu leggjunum. Það eina í stöðunni var að klára færið,“ útskýrði hún.

Ísland fékk 13 stig úr sex leikjum í riðlinum og tapaði aðeins einum leik, gegn Þýskalandi á útivelli. Annað sætið er niðurstaðan og sæti á lokamóti EM næsta sumar. „Ég held að þetta sé mjög gott hjá okkur. Við töpum einum leik í sterkum riðli. Við vorum inni í öllum leikjum og vorum góðar. Það er frábær niðurstaða að ná

...