Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins, því var einnig lokað um tíma vegna gjaldþrots Gourmet ehf.
Sjáland hefur um margra ára skeið verið einn vinsælasti veislustaður landsins, því var einnig lokað um tíma vegna gjaldþrots Gourmet ehf. — Morgunblaðið/Ásdís

Skiptum er lokið á félaginu Brunch ehf. sem var í eigu Stefáns Magnússonar. Félagið rak til dæmis veitingastaðinn Mathús Garðabæjar sem naut mikilla vinsælda.

Auglýsing þess efnis birtist í Lögbirtingablaðinu nýlega.

Fram kemur að engar eignir fundust í þrotabúinu og því fékkst ekkert greitt upp í lýstar kröfur, sem alls námu rúmum 110 milljónum króna.

Félagið var tekið til gjaldþrotaskipta um miðjan september sl. Af því tilefni greindi mbl.is frá því að Stefán sem sé kokkur að mennt hafi gert það gott í veitingarekstri hérlendis. Auk Mathúss Garðabæjar hafi hann rekið Sjáland í Garðabænum, Reykjavík Meat og Nü Asian Fusion.

Skömmu áður var annað félag Stefáns, Gourmet ehf., einnig úrskurðað gjaldþrota og Sjálandi lokað.

Mathús

...