Félag um listasafn Samúels stendur fyrir Listahátíð Samúels að Brautarholti í Selárdal nú um helgina, 19. til 21. júlí. Meðal þeirra sem koma fram eru Elfar Logi Hannesson, Krummi Björgvins, Skúli mennski og Einar Már Guðmundsson. Loji Höskuldsson og Þorvaldur Jónsson opna sýninguna Á leiðarenda í listasafninu. Á þessu ári eru 140 ár frá fæðingu Samúels og verða lesnar upp nokkrar sögur sem birtast í bókinni Steyptum draumum sem fjallar um líf og list Samúels. Auk þess verður m.a. boðið upp á kvikmyndasýningu, leiðsögn, brekkusöng, gönguferðir og flugdrekasmiðju. Miðasala og allar nánari upplýsingar um dagskrána eru á tix.is.