Auknar líkur eru á eldgosi innan varnargarðanna við Grindavíkurbæ. Í nýju hættumati Veðurstofu Íslands segir að nýjustu greiningar á því, hvernig staðsetning gosopnunar hafi þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúkagígaröðinni, bendi til þess að…
Varnargarðar Kostnaður við varnargarða á Reykjanesskaga er mikill.
Varnargarðar Kostnaður við varnargarða á Reykjanesskaga er mikill. — Morgunblaðið/Eyþór

Ólafur E. Jóhannsson

Inga Þóra Pálsdóttir

Auknar líkur eru á eldgosi innan varnargarðanna við Grindavíkurbæ. Í nýju hættumati Veðurstofu Íslands segir að nýjustu greiningar á því, hvernig staðsetning gosopnunar hafi þróast í síðustu eldgosum á Sundhnúkagígaröðinni, bendi til þess að gosvirkni færist sunnar og nær Grindavík með hverjum atburði. Kvikusöfnun undir Svartsengi hefur haldist nokkuð stöðug síðustu viku og er hætta vegna gosopnunar, hraunflæðis og gasmengunar í Grindavík nú metin töluverð en áður var hún metin nokkur.

...