30 ára Snæfríður fæddist í Reykjavík og ólst upp í Vesturbænum. „Ég spilaði lengi fótbolta með KR, líka eftir að ég flutti í Vogana.“ Hún gekk í Melaskóla og síðan í Vogaskóla og fór í Verslunarskóla Íslands, sem hún segir vera hálfgerðan framhaldsskóla fjölskyldunnar.

Eftir stúdentspróf fór hún að vinna í eitt ár og fór svo í viðskiptafræði í Háskóla Íslands og lauk BS-gráðu þaðan árið 2018. Hún fór að vinna á auglýsingastofunni Tvist sem viðskiptastjóri. „Það var ótrúlega skemmtilegt og skapandi starf.“ Undanfarin tvö ár hefur Snæfríður starfað sem markaðsstjóri hjá nýsköpunarfyrirtækinu Öldu, sem hefur hannað hugbúnað til að styðja við góða vinnustaðamenningu, en fyrirtækið var stofnað árið 2020. „Það eru nokkur fyrirtæki og stofnanir farin að nota Öldu, bæði hér heima en einnig í Noregi og

...