Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, var áður hjá Festi.
Eggert Þór Kristófersson, forstjóri First Water, var áður hjá Festi. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Eggert Þór Kristófersson, forstjóri laxeldisfyrirtækisins First Water í Þorlákshöfn, á langan og farsælan feril sem stjórnandi fyrirtækja og hefur komið að endurskiplagningu á nokkrum þeirra. Meðal annars á N1 sem síðar varð Festi þar sem hann var ráðinn fjármálastjóri og seinna forstjóri.

„Ég starfaði þar þangað til 3. júní 2022 þegar ég er rekinn. Nokkrum dögum eftir brottreksturinn höfðu stærstu hluthafarnir í First Water samband við mig og spurðu hvort ég vildi ekki koma í landeldið. Ég hélt nú ekki. Ég vissi ekkert um laxeldi og síðan ég tók við sem forstjóri hef ég verið að læra á hverjum degi. Þá má segja að starfið hafi verið enduruppgötvun fyrir mig,“ segir Eggert léttur í bragði.

Eftir að hafa rætt við stærstu hluthafa First Water segist hann hafa áttað sig fljótlega á stóru myndinni, þar sem þeir sáu fyrir sér að

...