Litríkir loftbelgir svífa um himininn yfir borginni Sao Paulo í Brasilíu. Belgirnir hafa verið smíðaðir í flýti í skúmaskotum borgarinnar en verði listamennirnir gómaðir eiga þeir fangelsisvist yfir höfði sér
Loftbelgjamanía „Ég var graffari og þarna fann ég nýjan vettvang fyrir listina mína – himininn,“ segir Dargis.
Loftbelgjamanía „Ég var graffari og þarna fann ég nýjan vettvang fyrir listina mína – himininn,“ segir Dargis.

Snædís Björnsdóttir

snaedis@mbl.is

Litríkir loftbelgir svífa um himininn yfir borginni Sao Paulo í Brasilíu. Belgirnir hafa verið smíðaðir í flýti í skúmaskotum borgarinnar en verði listamennirnir gómaðir eiga þeir fangelsisvist yfir höfði sér. Í Brasilíu eru loftbelgir af þessu tagi nefnilega bannaðir. Þannig má lýsa sögusviði heimildarmyndarinnar Balomania (2024) í leikstjórn dansk-brasilíska leikstjórans Sissel Morell Dargis, en hún er opnunarmynd alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar IceDocs sem hefst á Akranesi í kvöld og stendur til 21. júlí. Morgunblaðið ræddi við Dargis um undirheima Brasilíu, loftbelgjalistina og hættuna sem henni fylgir.

Graffað á himininn

„Ég hafði verið að graffa í Sao Paulo um nokkurt skeið þegar ég vingaðist

...