Forstjóri Landspítalans hefur áhyggjur af því að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga, sem tekur til takmarkana á beitingu nauðungar, muni hafa öfug áhrif miðað við það sem…
Landspítalinn Spítalinn vill halda í úrræði til að tryggja öryggi.
Landspítalinn Spítalinn vill halda í úrræði til að tryggja öryggi. — Morgunblaðið/Ómar

Forstjóri Landspítalans hefur áhyggjur af því að þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpi heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um réttindi sjúklinga, sem tekur til takmarkana á beitingu nauðungar, muni hafa öfug áhrif miðað við það sem lagt var upp með við gerð þess og hafa í för með sér aukna tíðni nauðungarvistana á spítalanum, fremur en að úr þeim dragi.

Þetta kemur m.a. fram í umsögn Runólfs Pálssonar forstjóra spítalans sem birt hefur verið á vef Alþingis. Kemur þar fram að það sé mat spítalans að lög þessa efnis eigi ekki að taka gildi um næstu áramót, heldur ári síðar, þ.e. 1. janúar 2026.

Segir í umsögninni að markmið frumvarpsins sé að lögfesta

...