„Ég er ánægður með þetta hlutverk, bæði að hafa landað því og hvernig tókst til. Þetta fékk mann aðeins upp á tærnar,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari. Sveinn fór með hlutverk Haraldar harðráða í þáttunum King and Conqueror en tökum á þeim lauk nýlega hér á landi
Upphefð Sveinn Ólafur Gunnarsson fer með hlutverk Haraldar harðráða í King and Conqueror-þáttunum sem teknir voru upp hér á landi nýverið.
Upphefð Sveinn Ólafur Gunnarsson fer með hlutverk Haraldar harðráða í King and Conqueror-þáttunum sem teknir voru upp hér á landi nýverið. — Ljósmynd/Jóhanna Helga Þorkelsdóttir

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Ég er ánægður með þetta hlutverk, bæði að hafa landað því og hvernig tókst til. Þetta fékk mann aðeins upp á tærnar,“ segir Sveinn Ólafur Gunnarsson leikari.

Sveinn fór með hlutverk Haraldar harðráða í þáttunum King and Conqueror en tökum á þeim lauk nýlega hér á landi. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu fjalla þættirnir um Vilhjálm sigursæla Englandskonung og er framleiðslan á vegum sjónvarpsstöðvanna CBS og BBC. Baltasar Kormákur

...