Nú gerast hlutir hratt

Það má svo sannarlega segja, að harla lítið hafi skilið að líf og dauða, þegar ungur maður og án nokkurra tengsla reyndi að myrða Donald Trump fyrrverandi forseta. Trump var ótrúlega heppinn, eins og stundum áður, þótt hann hafi ekki sjálfur stuðlað að því í þetta sinn. Enda hafði hann engin tök á því. Hann hlaut að treysta á þær öflugu og vopnuðu sveitir, sem reyna eftir mætti að vernda opinber fyrirmenni víða.

En þótt lukkan léki þarna við Trump, að þessu leyti, þá er auðvitað hætt við því, þegar örvinglaður maður skýtur allmörgum skotum af tiltölulega stuttu færi í átt til ræðumanns og tilvonandi fórnarlambs, og ekki bara líklegt, heldur næsta öruggt, að einhverjir í þéttsetnum bekkjum, allt um kring um forsetaefnið, verði fyrir kúlum skotmannsins, þótt það hafi ekki staðið til.

Og það gerðist svo sannarlega í þetta

...