Líkamsrækt Birgis Haukssonar hófst fyrir tilviljun fyrir sjö árum, þegar góð vinahjón hans og Gróu Erlu Rögnvaldsdóttur, en þau búa öll í Borgarfirði, plötuðu þau með sér í viku gönguferð um skosku hálöndin
Á ferðinni Birgir og Gróa Erla við rætur Mt. Blanc í Sviss og Birgir á hjóli á króatískri eyju í Eyjahafinu.
Á ferðinni Birgir og Gróa Erla við rætur Mt. Blanc í Sviss og Birgir á hjóli á króatískri eyju í Eyjahafinu.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Líkamsrækt Birgis Haukssonar hófst fyrir tilviljun fyrir sjö árum, þegar góð vinahjón hans og Gróu Erlu Rögnvaldsdóttur, en þau búa öll í Borgarfirði, plötuðu þau með sér í viku gönguferð um skosku hálöndin. Árið eftir fór sami hópur til Króatíu í hjólaferð. Gróa og Birgir keyptu sér rafmagnshjól í kjölfarið og hafa notað þau talsvert síðan. Þau hafa einnig farið í skipulegar gönguferðir. Birgir, sem líka er byrjaður að æfa með Janusi heilsueflingu í Borgarnesi, finnur mikinn mun á sér. „Mér líður mun betur eftir að ég byrjaði að hreyfa mig svona reglulega,“ segir hann.

Þó að Birgir hafi mikið verið með íþróttamönnum á yngri árum var hann aldrei sjálfur mjög virkur í íþróttum. Hann vann hins vegar lengst af krefjandi útivinnu og hefur því verið tiltölulega vel

...