Eignabyggð hefur selt þrjú hús í Borgahellu í Hafnarfirði til Kaldalóns.
Eignabyggð hefur selt þrjú hús í Borgahellu í Hafnarfirði til Kaldalóns. — Ljósmynd/Eignabyggð

Fasteignafélagið Eignabyggð er í viðræðum við Malbikstöðina um uppbyggingu á þremur af fjórum lóðum í eigu Eignabyggðar á Esjumelum í Reykjavík.

„Við erum að láta hanna húsin. Malbikstöðin hafði samband við okkur. Þá vantaði meira pláss og ég segi alltaf að setja þurfi púslin á réttan stað. Þetta hentaði þeim og nú erum við að hanna hús með þeim,“ segir Brynjólfur Smári Þorkelsson, framkvæmdastjóri Eignabyggðar.

Hugmynd lögð til hliðar

Áður var Eignabyggð með hugmyndir um að reisa skrifstofubyggingu á lóðunum meðfram Vesturlandsvegi. Þá hefur Eignabyggð selt Kaldalóni þrjár nýbyggingar í Borgahellu í Hafnarfirði eins og hér er fjallað um á forsíðu í dag.

„Ég myndi segja að þetta væru afskaplega skemmtileg vöruhús fyrir millistór fyrirtæki,“ segir Brynjólfur

...