Frammistaða Íslands í leiknum var góð og sigurinn verðskuldaður. Í þau skipti sem hin stórhættulega Ewa Pajor komst nálægt íslenska markinu var Glódís Perla mætt á svæðið til að bjarga. Pajor er einn besti framherji Evrópu og Glódís einn besti varnarmaður álfunnar. Glódís vann viðureign þeirra sannfærandi í gær.

Það segir allt sem segja þarf um varnarleik Íslands í leiknum að Fanney Inga þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum á milli stanganna. Guðný og Guðrún gerðu mjög vel í að loka á hættulega kantmenn og bakverði pólska liðsins. Í þau fáu skipti sem þeir náðu fyrirgjöfum voru Glódís og Ingibjörg með allt á hreinu.

Miðjumenn íslenska liðsins voru gríðarlega duglegir og áttu sinn þátt í að íslenska liðið stýrði ferðinni nánast allan tímann. Spyrnur Karólínu Leu voru hættulegar og Alexandra og Selma Sól sáu um að halda vélinni gangandi þar fyrir aftan.

Sveindís Jane skoraði sigurmarkið eftir glæsilegt einstaklingsframtak og fékk Ísland færi til að

...