„Ég fer alltaf í stóra samhengið. Ég er svo þakklátur að búa í landi þar sem ég get skrifað hinsegin söguna mína og hún er ekki brennd á báli. Hún er ekki bönnuð í skólakerfinu eða af stjórnmálafólki sem stendur í heimreiðinni hjá sér og brennir hana í ruslatunnunni með eldvörpunni sinni. Það er í alvöru að gerast í Ameríku,“ sagði Bjarni Snæbjörnsson, leikari og rithöfundur, um nýju bókina sína, Mennska, í viðtali við K100. „Svo ég er í dag fullur þakklætis. Það er svo mikilvægt að við áttum okkur á því að þó það hafi verið alls konar skrýtið í gangi.“ Lestu meira á K100.is.