Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Rússar myndu þurfa nánari skýringar á því hvað yrði rætt á friðarráðstefnu Úkraínumanna áður en þeir gætu svarað til um hvort þeir myndu senda fulltrúa til hennar eður ei
Sorg Særður hermaður minnist fallinna félaga við minningarvegginn í Kænugarði.
Sorg Særður hermaður minnist fallinna félaga við minningarvegginn í Kænugarði. — AFP/Sergei Supinsky

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Dmitrí Peskov, talsmaður Pútíns Rússlandsforseta, sagði í gær að Rússar myndu þurfa nánari skýringar á því hvað yrði rætt á friðarráðstefnu Úkraínumanna áður en þeir gætu svarað til um hvort þeir myndu senda fulltrúa til hennar eður ei. „Fyrsta friðarráðstefnan var alls ekki nein friðarráðstefna. Þannig að kannski er nauðsyn fyrst að skilja hvað hann á við,“ sagði Peskov í gær, og vísaði þar til Selenskís Úkraínuforseta, sem sagði í fyrradag að bjóða ætti Rússum til næstu ráðstefnu.

Leiðtogar frá rúmlega 90 ríkjum sóttu fyrri ráðstefnuna, en nokkur ríki, þar á meðal Kína, kusu að sniðganga hana þar sem Rússum var ekki boðið að taka þátt í henni. Ríflegur meirihluti þátttakenda samþykkti þar einnig ályktun um að stríðinu ætti að ljúka með réttlátum friði, en himinn og haf er

...