Dagurinn í dag verður ef að líkum lætur síðasti dagur strandveiða á þessu strandveiðitímabili. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá hefði verið eftir að veiða tæp 500 tonn og að líkindum verði veiðum á því magni lokið í dag
Aðgerð Guðlaugur Árnason trillukarl gerir að þorski á Eyjafirði. Strandveiðum lýkur í dag en aflaheimildir verða ekki auknar frekar á tímabilinu.
Aðgerð Guðlaugur Árnason trillukarl gerir að þorski á Eyjafirði. Strandveiðum lýkur í dag en aflaheimildir verða ekki auknar frekar á tímabilinu. — Morgunblaðið/Þorgeir

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Dagurinn í dag verður ef að líkum lætur síðasti dagur strandveiða á þessu strandveiðitímabili. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þá hefði verið eftir að veiða tæp 500 tonn og að líkindum verði veiðum á því magni lokið í dag.

...