Ríkisútvarpið fékk á dögunum Torfa Tulinius, prófessor í íslenskum miðaldafræðum, til að vera stjórnmálaskýranda sinn um frönsku kosningarnar. Hann mun bæði kunna að syngja Alouette og vera sólginn í hvítlauk.

Torfi leyndi ekki andúð á Þjóðfylkingu Marine Le Pen, sem hann kvað ógna lýðræðinu. Hvernig? Jú, hún kynni að vilja selja ríkismiðla!

Nú minntust hvorki Montesquieu né Mill á ríkisfjölmiðla, ekki Locke, Burke eða Weber. En nóg um hvernig verja yrði prentfrelsið fyrir ríkisvaldinu; um aðskilnað ríkis og fjölmiðla.

Á þetta drepur Snorri Másson, ritstjóri á ritstjori.is: „En er það ekki mjög umdeilanleg fullyrðing, að einkavæðing ríkismiðla ógni lýðræðinu? Það ógnar kannski ítökum ákveðinna afla sem hafa stjórn á ríkismiðlunum á þessari stundu, en það ógnar varla

...