Lára Sóley Jóhannsdóttir
Lára Sóley Jóhannsdóttir

Stjórn Listahátíðar í Reykjavík hefur ákveðið að ráða Láru Sóleyju Jóhannsdóttur í stöðu listræns stjórnanda Listahátíðar í Reykjavík til fjögurra ára frá komandi hausti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórninni. Lára Sóley starfaði um árabil sem fiðluleikari og sjálfstætt starfandi verkefnastjóri. Árið 2019 lauk hún meistaragráðu í listastjórnun frá Royal Welsh College of Music and Drama og var sama ár ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. „Ég er afar þakklát stjórn Listahátíðar fyrir traustið og einstakt tækifæri,“ er haft eftir Láru Sóleyju í tilkynningunni. Þar er einnig haft eftir Sigtryggi Magnasyni stjórnarformanni að Lára Sóley sé fyrsti listræni stjórnandi hátíðarinnar sem komi af sviði tónlistarinnar. „Þaðan hefur hún víðtæka reynslu sem verður spennandi að sjá blómstra við stjórn Listahátíðar í Reykjavík,“ segir Sigtryggur.