Víkingar þurfa að fara Fjallabaksleiðina í Evrópumótum karla í fótbolta eftir ósigur gegn írsku meisturunum Shamrock Rovers í Dublin í gærkvöld, 2:1, og þar með líka 2:1 samanlagt. Þar stóðu þeir eins tæpt og mögulegt var því fyrirliðinn Nikolaj…
Vonbrigði Nikolaj Hansen grípur um höfuð sér eftir að hafa skotið í stöng úr vítaspyrnunni í blálokin í Dublin.
Vonbrigði Nikolaj Hansen grípur um höfuð sér eftir að hafa skotið í stöng úr vítaspyrnunni í blálokin í Dublin. — Ljósmynd/Inpho Photography

Evrópukeppni

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Víkingar þurfa að fara Fjallabaksleiðina í Evrópumótum karla í fótbolta eftir ósigur gegn írsku meisturunum Shamrock Rovers í Dublin í gærkvöld, 2:1, og þar með líka 2:1 samanlagt.

Þar stóðu þeir eins tæpt og mögulegt var því fyrirliðinn Nikolaj Hansen skaut í stöng úr vítaspyrnu, með síðustu spyrnu leiksins, þar sem hann hefði getað tryggt Víkingum framlengingu.

Þar með er „leið 1“ í undankeppni Meistaradeildarinnar, sem Blikar fóru í fyrra með því að vinna Shamrock í fyrstu umferð undankeppninnar, úr sögunni hjá Víkingum.

Þeir fá annað tækifæri en flytjast nú beint yfir í 2. umferð Sambandsdeildarinnar og þurfa að komast í

...