Hagfræðiprófessor segir að aðferðafræðin í skýrslu RE beri þess merki að vera ekki þróuð af óháðum aðilum.
Hagfræðiprófessor segir að aðferðafræðin í skýrslu RE beri þess merki að vera ekki þróuð af óháðum aðilum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Hagfræðiprófessor og fyrirtæki í hótel- og gistiþjónustu (FHG) setja spurningarmerki við að efnahagslegur ávinningur af komum skemmtiferðaskipa til Íslands hafi numið 40 milljörðum króna á síðasta ári, líkt og segir í skýrslu sem Reykjavík Economics (RE) vann fyrir Faxaflóahafnir. Ávinningurinn mun hafa verið metinn meðal annars út frá hafnargjöldum, flugfargjöldum, neyslugjöldum auk fleiri þátta.

Þegar skýrslan var kunngerð í lok maí sagði Sigurður Jökull Ólafsson markaðsstjóri Faxaflóahafna hagnaðinn sýna svart á hvítu mikilvægi þessa hóps ferðamanna fyrir atvinnugreinina.

Áhöld um aðferðafræði skýrslunnar

Í skýrslu RE kemur fram að farþegar skemmtiferðaskipa hafi eytt á bilinu 22 til 30 milljörðum króna í landi og útreikningar bendi til að skiptifarþegar, sem eru þeir ferðamenn sem koma til landsins með flugi, eyði um

...