Eftir mánaðarlanga fótboltaskemmtun í boði Evrópumeistaramótsins er ekki laust við að ákveðið tómarúm hafi myndast í lífi mínu. Nú þarf ég sjálf að láta mér detta í hug hvað ég eigi að horfa á og hvað ég eigi yfirhöfuð að gera
Vandræði Hver á að ákveða hvað ég horfi á?
Vandræði Hver á að ákveða hvað ég horfi á? — Ljósmynd/Unsplash

Sonja Sif Þórólfsdóttir

Eftir mánaðarlanga fótboltaskemmtun í boði Evrópumeistaramótsins er ekki laust við að ákveðið tómarúm hafi myndast í lífi mínu. Nú þarf ég sjálf að láta mér detta í hug hvað ég eigi að horfa á og hvað ég eigi yfirhöfuð að gera. Það getur reynt verulega á að þurfa að taka ákvörðun um hvað eigi að horfa á. Ríkisútvarpið einfaldar reyndar valið að hluta, með því að hafa fréttirnar ekki fyrr en klukkan níu á kvöldin. Og bjóða upp á sænska þætti, annaðhvort um brúðkaupsljósmyndara eða tísku, fram að því. Frekar myndi ég þrífa gólfin eða taka til í geymslunni heldur en að láta plata mig í að horfa á þessa sænsku vitleysu.

Eftir standa allar streymisveiturnar, sem ég er einhvern veginn með aðgang að og hef ekki hugmynd um á hvaða korti áskriftin er. Þegar ég kveiki á sjónvarpinu og horfi á

...