— AFP/Jalaa Marey

Skærur á milli Ísraelshers og hryðjuverkasamtakanna Hisbollah hafa haldið áfram undanfarna daga, og hafa skæruliðar Hisbollah m.a. skotið fjölda eldflauga á norðurhluta Ísraels, en hér má sjá hina svonefndu járnhvelfingu Ísraelsmanna skjóta niður eldflaugar í Galíleu í fyrrakvöld.

Ríkisfjölmiðlar í Líbanon sögðu að fimm manns hefðu fallið í loftárásum Ísraelshers á landið í gær, en þar á meðal voru þrjú börn frá Sýrlandi. Hisbollah-samtökin sögðust hafa skotið fleiri eldflaugum á Ísrael í hefndarskyni fyrir loftárásirnar í gær.

Þá sökuðu Hamas-samtökin Ísraelsmenn um að hafa fellt 44 óbreytta borgara í þremur loftárásum á Gasasvæðið í gær. Ísraelsher sagðist vera að rannsaka ásakanirnar.