1933 „En þegar minst er á flug hans og eitthvað er að því lýtur, tindra hin hauksnöru augu, eins og hann lyfti sjer yfir tíma og rúm og horfi beina leið inn í framtíðina.“ Leiðarahöfundur Morgunblaðsins um Charles Lindbergh.
Hjón Charles Lindbergh og Anne Morrow um borð í Lockheed Sirius-vélinni sem þau flugu til Íslands árið 1933.
Hjón Charles Lindbergh og Anne Morrow um borð í Lockheed Sirius-vélinni sem þau flugu til Íslands árið 1933. — Wikimedia

Baksvið

Orri Páll Ormarsson

orri@mbl.is

„Hjerna um daginn kom skeyti um það, að Lindbergh, flugkappinn frægi, og átrúnaðargoð allra Ameríkumanna, ætlaði sjer að fljúga frá Ameríku austur um haf í sumar, en fara nú norðurleiðina um Grænland og Ísland. Var svo sagt í skeytinu að Bandaríkjamenn hefðu þegar komið upp sjerstakri veðurathuganastöð á hájökli Grænlands í sambandi við flug þetta.“

Ófá hjörtun hafa ugglaust tekið kipp þegar þau lásu þessa frétt í Morgunblaðinu í byrjun júlí 1933 enda fátítt að slíkir höfðingjar stingju við stafni hér í fásinninu. Lindbergh hlaut heimsfrægð sex árum áður þegar hann varð fyrsti maðurinn til að fljúga í einni lotu yfir Atlantshafið; frá New York til Parísar á vél sinni Spirit of St. Louis.

...