„Ég ákvað að vinna í eitt ár eftir stúdentsprófið þegar heimsfaraldurinn skall á og sótti svo um í félagsfræði við Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Jófríður Úlfarsdóttir, Egilsstaðamær sem útskrifaðist sem dúx frá Menntaskólanum á…
Í kóngsins Jófríður við endimörk BA-náms í félagsfræði á Vesterbro í Kaupmannahöfn í maísólinni.
Í kóngsins Jófríður við endimörk BA-náms í félagsfræði á Vesterbro í Kaupmannahöfn í maísólinni.

Viðtal

Atli Steinn Guðmundsson

atlisteinn@mbl.is

„Ég ákvað að vinna í eitt ár eftir stúdentsprófið þegar heimsfaraldurinn skall á og sótti svo um í félagsfræði við Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Jófríður Úlfarsdóttir, Egilsstaðamær sem útskrifaðist sem dúx frá Menntaskólanum á Egilsstöðum á sínum tíma, rétt fyrir heimsfaraldurinn alræmda, og var nú að ljúka BA-prófi í félagsfræði í Kaupmannahöfn.

Hún tók sér hlé eitt ár frá námi og sótti einnig um í Háskóla Íslands en hugurinn stefndi þó til Danmerkur þar sem hún hafði búið sem barn, móðir Jófríðar, Halldóra Tómasdóttir, er íslensku- og dönskukennari við Menntaskólann á Egilsstöðum.

„Mig langaði alltaf að læra dönsku almennilega, við fluttum til

...