Ólympíuleikarnir eru helsta íþróttahátíð heims og takmark margra, ef ekki flestra afreksmanna í íþróttum er að keppa á þeim. Leikarnir í París verða settir í næstu viku, 26. júlí, og er Ragnheiður Runólfsdóttir, Íþróttamaður ársins 1991 frá Akranesi, með miða á sundkeppnina
Setningarathöfn Ragnheiður Runólfsdóttir, önnur til hægri, gengur með íslenska hópnum inn á leikvanginn í Barcelona 1992.
Setningarathöfn Ragnheiður Runólfsdóttir, önnur til hægri, gengur með íslenska hópnum inn á leikvanginn í Barcelona 1992. — Ljósmyndir/Helga Sigurðardóttir

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Ólympíuleikarnir eru helsta íþróttahátíð heims og takmark margra, ef ekki flestra afreksmanna í íþróttum er að keppa á þeim. Leikarnir í París verða settir í næstu viku, 26. júlí, og er Ragnheiður Runólfsdóttir, Íþróttamaður ársins 1991 frá Akranesi, með miða á sundkeppnina. „Svíinn Eric Persson er félagsmaður okkar í Kungsbacka og ef ég fer verður gaman að sjá hann og Anton Svein McKee í 200 metra bringusundinu,“ segir hún.

Ragga var í fremstu röð íslenskra sundkvenna í um áratug og setti nokkur hundruð Íslandsmet. Hún keppti á ÓL í Seúl í Suður-Kóreu 1988, þá tæplega 22 ára, og Barcelona á Spáni 1992, en hætti

...