Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur þegar varið um sjö milljörðum króna í uppbyggingu Carbfix, sem er dótturfélag OR. Til að setja hlutina í samhengi er kostnaður við eina háhitaborholu um einn milljarður króna
Opinber fyrirtæki Carbfix reisti í vor lofthreinsiver á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmslofti og breytir í stein með tækni Carbfix. Vinnslan í Straumsvík er þó með öðrum hætti.
Opinber fyrirtæki Carbfix reisti í vor lofthreinsiver á Hellisheiði sem fangar koltvísýring úr andrúmslofti og breytir í stein með tækni Carbfix. Vinnslan í Straumsvík er þó með öðrum hætti.

Gísli Freyr Valdórsson

Sveinn Valfells

Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur þegar varið um sjö milljörðum króna í uppbyggingu Carbfix, sem er dótturfélag OR. Til að setja hlutina í samhengi er kostnaður við eina háhitaborholu um einn milljarður króna. Samkvæmt eigin fjárhagsspá áætlar OR að verja a.m.k. 68 milljörðum króna í fjárfestingar vegna Carbfix til ársins 2028. Það eru um 30% af öllum fjárfestingum OR á tímabilinu 2024-2028. Til samanburðar má nefna að áætluð fjárfesting í viðhaldi á veitukerfi á tímabilinu er um 89 milljarðar króna.

Hér er aðeins minnst á þann hluta sem OR áætlar sjálf að verja til uppbyggingar Carbfix. Í fjárhagsspá OR, sem birt var í október sl., kemur fram að hluti fjárfestinga Carbfix sé fjármagnaður með styrkveitingum og stendur því fyrir utan fyrrnefnda fjárfestingaáætlun.

...