Bein loftlína milli Kollafjarðar á Ströndum í Gilsfjörð í Dölum er 15 kílómetrar. Hér heitir Steinadalsheiði sem er á hryggnum sem tengir saman meginlandið og Vestfjarðakjálkann. Svo myndrænni líkingu sé brugðið upp og litið á landakort má segja að heiðin sé á hálsinum milli búks og höfuðs
Eyðibýli Gilsfjarðarbrekka er á hægri hönd þegar komið er niður Brekkudal á vestanverðri Steinadalsheiði. Í bakgrunni er Gilsfjörður sem hér talsvert utar er þveraður. Þar yfir er nú hinn eiginlegi Vestfjarðavegur.
Eyðibýli Gilsfjarðarbrekka er á hægri hönd þegar komið er niður Brekkudal á vestanverðri Steinadalsheiði. Í bakgrunni er Gilsfjörður sem hér talsvert utar er þveraður. Þar yfir er nú hinn eiginlegi Vestfjarðavegur.

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Bein loftlína milli Kollafjarðar á Ströndum í Gilsfjörð í Dölum er 15 kílómetrar. Hér heitir Steinadalsheiði sem er á hryggnum sem tengir saman meginlandið og Vestfjarðakjálkann. Svo myndrænni líkingu sé brugðið upp og litið á landakort má segja að heiðin sé á hálsinum milli búks og höfuðs. Vegurinn yfir Steinadalsheiði, sem hefur númerið 690 í skrám Vegagerðarinnar, er litlu lengri en loftlínan, eða um 17 kílómetrar, og er farinn á um hálftíma. Þvert yfir Ísland; hvergi er styttra milli stranda landsins en þarna.

Nokkrir bílar á dag

Þjóðsagan er sú að tröllin þrjú hafi ætlað að grafa í fjöllin svo skipgengt yrði milli Breiðafjarðar og Húnaflóa. Forynjurnar gáfust þó upp þegar sólin kom upp að morgni og urðu að grjóti.

...