Sævar Sigurgeirsson yrkir á Boðnarmiði:

Ég reyndi að keyra’ yfir Rangá,

sem reyndist svo víst vera Langá,

svo áin var röng

og andskoti löng,

sem auðvitað skrifast á vangá.

Saumarvísa eftir Ingólf Ómar Ármannsson:

Faldi skærum sveipast sær,

sólin hlær og guðsrödd talar.

Laufið bærir ljúfur blær,

lindin tær við blómin hjalar.

Indriði Aðalsteinsson talar um, að það sé „tuttugu stiga hiti og fluga“, – „þegar blóðflugan lætur svona er eini kosturinn að forða sér í hús“:

Nú er sól og sunnanátt,

sveimi vex þá dugur,

og nú

...