Námuvinnsla Eldur Ólafsson (t.v.), forstjóri og stofnandi Amaroq, ásamt Múte Bourup Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar.
Námuvinnsla Eldur Ólafsson (t.v.), forstjóri og stofnandi Amaroq, ásamt Múte Bourup Egede, formanni grænlensku landsstjórnarinnar.

Múte Bourup Egede, formaður grænlensku landsstjórnarinnar, heimsótti undir lok síðustu viku vinnslusvæði Amaroq Minerals við Nalunaq-gullnámuna á Suður-Grænlandi og kynnti sér framvindu framkvæmda á svæðinu. Grænlensk stjórnvöld samþykktu undir lok síðasta mánaðar umhverfis- og samfélagsmat fyrir námuna, en vinnsla mun hefjast á þessu ári.

Eldur Ólafsson, forstjóri og stofnandi Amaroq, tók á móti Egede og fór með honum um svæðið.

Amaroq býr yfir námuvinnsluréttindum á landi sem hefur að geyma verulegt magn af gulli í jörðu auk annarra verðmætra málma á Suður-Grænlandi. Undir lok síðasta árs tilkynnti félagið um aukna gullleitarmöguleika á Nanortalik-gullbeltinu, þar sem starfræktar eru nokkrar námur.