Tæplega 1.200 keppendur eru skráðir til leiks í alþjóðlegu hjólakeppninni The Rift sem hefst á Hvolsvelli á laugardaginn. Hjólað er upp á Fjallabak og í kringum Heklu á þeirri 200 kílómetra leið sem keppendur munu fara um
Malarhjólreiðar Hjólað er frá Hvolsvelli inn á Syðra-Fjallabak og að Landmannahelli. Hring um Heklu og til baka.
Malarhjólreiðar Hjólað er frá Hvolsvelli inn á Syðra-Fjallabak og að Landmannahelli. Hring um Heklu og til baka.

Þorsteinn Ásgrímsson

thorsteinn@mbl.is

Tæplega 1.200 keppendur eru skráðir til leiks í alþjóðlegu hjólakeppninni The Rift sem hefst á Hvolsvelli á laugardaginn. Hjólað er upp á Fjallabak og í kringum Heklu á þeirri 200 kílómetra leið sem keppendur munu fara um. Mikill meirihluti keppenda kemur erlendis frá og hefur um helmingur þeirra tekið þátt áður. Nýjungar verða í kvennaflokkinum í ár og miðað við veðurspá virðast veðurguðirnir ætla að vera í liði með hjólreiðafólkinu.

Skipuleggjendur keppninnar segjast leggja sérstaka áherslu í ár að gera svæðið í kringum endamarkið sem skemmtilegast, fyrir keppendur, fjölskyldur þeirra og aðra áhorfendur. Hvetja þeir áhugasamt hjólreiðafólk til að fjölmenna eftir hádegi á laugardaginn á Hvolsvöll til að taka þátt í hjólreiðaveislunni og skapa skemmtilega

...