Saga Sigurðardóttir er þekkt fyrir að vera einn helsti tískuljósmyndari landsins en hefur í seinni tíð snúið sér einnig að málverkinu. Nýlega var opnuð sýning hennar Flóra í galleríi Móðurskipsins þar sem hún sýnir á sér nýja hlið sem myndlistarmaður
Flóra Saga Sigurðardóttir sýnir á sér nýja hlið sem listamaður og málar nú ljóðræn olíumálverk af blómum sem eru til sýnis yfir helgina í galleríi Móðurskipsins.
Flóra Saga Sigurðardóttir sýnir á sér nýja hlið sem listamaður og málar nú ljóðræn olíumálverk af blómum sem eru til sýnis yfir helgina í galleríi Móðurskipsins. — Ljósmyndir/Eygló Gísla

Viðtal

María Margrét Jóhannsdóttir

mariamargret@mbl.is

Saga Sigurðardóttir er þekkt fyrir að vera einn helsti tískuljósmyndari landsins en hefur í seinni tíð snúið sér einnig að málverkinu. Nýlega var opnuð sýning hennar Flóra í galleríi Móðurskipsins þar sem hún sýnir á sér nýja hlið sem myndlistarmaður. Fram til þessa hefur hún að mestu verið að mála abstrakt málverk en nú eru það blómin sem eiga hug hennar allan. Saga segir að móðurhlutverkið hafi átt stóran þátt í því að blómin urðu að þessu sinni fyrir valinu sem viðfangsefni í málverkum hennar.

Ljóðrænar myndir af blómum

„Stundum finnst mér eins og ég sé fædd á vitlausri öld. Að mála blóm er ekki nýtt þannig séð en þau hafa verið viðfangsefni listamanna í gegnum

...