Átta. Það eru átta dagar þar til ofanritaður flýgur til Parísar ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins til að sækja Ólympíuleikana og fylgja eftir okkar besta íþróttafólki. Fimm íslenskir keppendur hafa tryggt sér sæti á leikunum, færri en vonast var til

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Átta. Það eru átta dagar þar til ofanritaður flýgur til Parísar ásamt ljósmyndara Morgunblaðsins til að sækja Ólympíuleikana og fylgja eftir okkar besta íþróttafólki. Fimm íslenskir keppendur hafa tryggt sér sæti á leikunum, færri en vonast var til. Vonandi verða þeir mun fleiri í Los Angeles eftir fjögur ár og vonandi fara stjórnvöld að sjá betur um afreksíþróttafólk okkar.

Það er mikill efniviður í mörgum íþróttagreinum hér á landi og þjálfun til fyrirmyndar. Það vantar hins vegar meira og betra afreksstarf fyrir þá sem hafa alla burði til að komast í allra fremstu röð.

Það er erfitt fyrir íslenska keppendur að vera í fullri vinnu meðfram því að vera afreksíþróttamenn og keppa við íþróttamenn sem hafa

...