Á dögunum var í galleríinu Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu opnuð sýning tólf listamanna sem sækja innblástur í verk sín til Flóabardaga. Þar er vísað til sjóorustu 25. júní 1244 þegar á Húnaflóa mættust lið Þórðar kakala…
List Hómfríður Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdalshólum hér við verk sín.
List Hómfríður Dóra Sigurðardóttir í Vatnsdalshólum hér við verk sín. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Á dögunum var í galleríinu Listakoti Dóru í Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu opnuð sýning tólf listamanna sem sækja innblástur í verk sín til Flóabardaga. Þar er vísað til sjóorustu 25. júní 1244 þegar á Húnaflóa mættust lið Þórðar kakala Sighvatssonar af ætt Sturlunga og Kolbeins unga Arnórssonar af ætt Ásbirninga.

Sýningin er opin kl. 13-18 alla daga vikunnar, utan mánudaga, til 5. september. Listamennirnir sem þarna sýna eru Elísa Ósk Ómarsdóttir, Erla Einarsdóttir, Gudrun Kloes, Guðrún Ósk Aðalsteinsdóttir, Inese Elferte, Morgan C.B., Óskar Guðmundsson, Rúnar, Sara Jóna Emilía, Þorgeir Gísli Skúlason og Þóra Einarsdóttir. Einnig Hólmfríður Dóra Sigurðardóttir, sú er stendur að listakotinu á bænum sem kenndur er við hólana óteljandi. sbs@mbl.is