Íslandsmótið í golfi hefst í 83. sinn á Hólmsvelli í Leiru í dag. Metfjöldi kvenna tekur þátt á mótinu í ár en 57 konur verða meðal keppenda. Þá verða 96 karlar og því alls 153 keppendur. Mótið fer fram næstu fjóra daga en því lýkur á sunnudaginn
Íslandsmeistarar Ragnhildur Kristinsdóttir og Logi Sigurðsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þau urðu bæði meistarar í fyrsta skipti fyrir ári.
Íslandsmeistarar Ragnhildur Kristinsdóttir og Logi Sigurðsson eru ríkjandi Íslandsmeistarar en þau urðu bæði meistarar í fyrsta skipti fyrir ári. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

Golf

Jökull Þorkelsson

jokull@mbl.is

Íslandsmótið í golfi hefst í 83. sinn á Hólmsvelli í Leiru í dag. Metfjöldi kvenna tekur þátt á mótinu í ár en 57 konur verða meðal keppenda. Þá verða 96 karlar og því alls 153 keppendur. Mótið fer fram næstu fjóra daga en því lýkur á sunnudaginn.

Mótið er haldið á Hólmsvelli í Leiru og er þetta í 21. sinn sem keppt er um Íslandsmeistaratitla hjá Golfklúbbi Suðurnesja, en klúbburinn fagnar 60 ára afmæli á þessu ári.

Íslandsmeistararnir frá því í fyrra, Logi Sigurðsson úr Golfklúbbi Suðurnesja og Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur, eru bæði með á mótinu í ár.

Andri Már Óskarsson úr Golfklúbbi Selfoss er fyrsti keppandinn sem slær

...